Fólk og fólk...

Þeir eru fleiri karakterarnir hérna sem vekja athygli mína. Það er einn hérna sem er alveg hreint yndislegur. Hann er svona einn af þessum American Homeland eitthvað, einn af þessum fýrum sem að safna byssum og eru að öllu leyti á móti öllu sem frá ríkisstjórninni kemur. Sama hvað. Nema þessi náungi stekkur á mig í hvert skipti sem ég nálgast. Hann hefur miklar áhyggjur af ástandinu í heiminum í dag og finnst frábært að ég sé að koma hérna til að þjálfa innfædda í djobbinu mínu - og fari svo heim aftur. Innflutningur á þekkingu, það er málið sko, segir hann. Ef að ekki er hægt að finna dæmið upp hérna innanlands segir hann, þá er um að gera að flytja það inn og þróa það frekar. Og henda svo lýðnum beinustu leið út aftur.
Þessi sami hefur mokað í mig ýmsum bæklingum og bókum sem að hreint út sagt eru merkilegar en kannski meika ekki mikinn sens fyrr en á annarri flösku eða svo. Samkvæmt þeim hafa Ísraelsmenn, arabar, svertingjar, kínverjar, evrópumenn og sennilegast geimverur verið orsakir allra ófara allra tíma. Ef ekki þá er það bara spurning um tíma. Samkvæmt þessum áræðanlegu heimildum hefur Bandarískum herskipum verið sökkt nokkuð reglulega og að því virðist skipulega frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar en málið alltaf verið þaggað niður af ríkisstjórnum hinna ýmsu landa og Pentagon. Ég held svei mér þá að Andrés Önd hafi verið í forsvari fyrir einum skipsskaðanum samkvæmt einum bæklingnum. Ég gat allavega ekki betur séð. Einhversstaðar var allavega minnst á hann.
En semsagt þá vekur þessi náungi mér nokkra kátínu þó svo að hann feili algerlega að sjá húmorinn í þessu. Kannski skrifa ég meira um hann seinna.

Síðan eru hér tveir náungar, eða kannski öllu heldur dömur (fer eftir viðhorfi) sem að ég hef dálítið gaman af. Jessör, þeir eru búnir að fara alla leið og láta snúa tólunum, komnir með innbyggða pípulögn. Gott hjá þeim, segi ég nú bara. Hugrekkið sem þarf til að fara í svoleiðis framkvæmdir er ólýsanlegt. Ég hef spjallað talsvert við aðra þeirra, er að jafnaði ófeiminn við að kynnast fólki og reifa við þau málin. Hún lýsti fyrir mér aðgerðinni með þvílíkum tilþrifum að ég ætlaði varla að þora að fara að míga lengi á eftir. Hún hefur gaman af að spjalla við mann um þetta, sagði reyndar að það væri hreint svakalega gaman að sjá svipinn á mönnum þegar lýsingarnar væru hvað grafískastar.

Reyndar hafa þær nýtt sér þessa nýfengnu reynslu í afar sérstæðum tilgangi. Önnur þeirra er búin að vera hérna í um 10 ár, safnaði reyndar fyrir aðgerðinni hérna og kom svo til vinnu aftur þegar þessum langþráða áfanga var náð. Og þær moka inn pening. Say no more.

Megnið af fólkinu hérna eru reyndar kynlegir kvistir. Menn þurfa að vera það að mínum dómi til að þola dvölina hérna. Verktakarnir sem koma hérna inn eru einnig margir hverjir all-sérstæðir, svo ekki sé meira sagt. Ljómandi og oft á tíðum yndislegt fólk, en.....spes.

Og hvað segir það þá um mig?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tína

Snilldarfærsla og þræl fyndin lesning. Ég verð að segja að þú kannt að segja frá. Vonandi kemstu svo burt í dag.

Kramkveðjur úr Laufhaganum

Tína, 13.6.2008 kl. 08:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband