Seinkun.....

Ekki fór það svo að ég næði að komast héðan í dag eins og ég var farinn að gera mér vonir um. Onei. Á morgun í fyrsta lagi skal það vera og ekki orð um það meir. Reyndar yljar það mér talsvert að fyrirtækið hérna reyndi að fara framhjá mér og tala beint við yfirmann minn. Bossinn minn sagðist hreinlega ekki geta samþykkt neitt fyrir mína hönd og sagðist ætla að tala við mig. Ef ég segðist þurfa að fara þá færi ég. Þarf að ræða það eitthvað frekar, eins og sagt er. Góður stjóri. En ég neyðist samt til að vera hérna aðeins lengur, ekki gengur að skilja kúnnann eftir óöruggan og ósáttann. Þannig að svoleiðis er það bara.

Annars var gærdagurinn einhver sá alversti sem að ég hef upplifað frá því ég byrjaði hjá Marel. Endalaus smábögg sem hefðu ekki verið neitt mál ef aðeins við hefðum fengið frið til að sinna þeim en þar sem stresslevelið er talsvert hátt hjá félögunum hérna þá var það erfitt að fá frið. En allt tekur enda, kerfið virkar og verið er bara að ganga frá nokkrum lausum endum. Allt til að róa kúnnann.

Sumarið hérna í Akutan kom með hávaða og látum í gær, virtist vera. Grenjandi sólskin alveg hreint og botnlaus blíða. Hitinn fór alveg upp í ca 15°C hérna í Costa Del Akutan og menn vissu hreinlega ekki hvaðan á þá stóð veðrið. Ég var svoooooo feginn að þurfa ekki að sitja í gegnum þessa hitabylgju, alveg sáttur inni í stjórnherbergi inni í frystiklefanum, boginn yfir tölvunni.

Nóg í bili.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband