Meirihluti bæjarstjórnar Árborgar. Fari hún og veri.

Ég var að glugga í eldri fréttir á mbl.is og rakst þá á þessa frétt.

Í síðustu kosningum á Selfossi (ég kaus líka á móti árborgarnafninu) var samfylkingunni hafnað. Ef ekki hefði komið til frægur ljósastaur hefði kannski stórsigur sjálfstæðismanna orðið staðreynd. En ekki þýðir að súta það. En mér þykir siðlaust hvernig framsókn bar sig að (þekkjandi þá menn kom það mér samt ekki á óvart) og ekki síður hvernig samfylkingin bar sig að. Missa tvo menn og fá samt bæjarstjórastól? Safna saman allrahanda lýð í meirihluta, lýð sem hefur það eitt sameiginlegt að hatast út í sjálfstæðismenn? Ekki virðast þeir bera hag Selfossbúa (Árborgar) fyrir brjósti.

Ég átti einbýlishús á Selfossi. Ég seldi það í vetur, fyrir dyrum stendur flutningur til Seattle. En þó ég seldi það talsvert áður en ég flyt út, þá kom ekki til mála að búa lengur á Selfossi. Ég ætla ekki að láta útsvarið mitt renna í þessa hít sem fjármálastjórn Árborgar er orðin. Nú er ég fluttur í Hafnarfjörðinn, fer þaðan til Seattle eftir nokkra mánuði. Samfylkingin ræður hér en hér virðist vera ábyrgara fólk heldur en í samfylkingunni á Selfossi. Ef framsókn eða samfylking verður í bæjarstjórn Árborgar þegar ég flyt til baka þá flyt ég aftur í Hafnarfjörðinn. Þó svo ég sé innfæddur Selfossbúi.

Ég vona að það verði búandi á Selfossi þegar ég kem heim.


mbl.is Bæjarstjórinn í Árborg með milljón á mánuði í laun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Janus

Heyr, heyr!!!! Þetta er alveg til skammar.

Janus, 24.3.2007 kl. 18:29

2 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Vona að þú sjáir þér fært að flytja til baka á Selfoss. Þótt síðar verði.

Eyþór Laxdal Arnalds, 24.3.2007 kl. 18:52

3 Smámynd: Heimir Tómasson

Það vona ég líka, Eyþór minn. Eins og ég sagði þá er ég innfæddur Selfossbúi og mér svíður það sem er í gangi þar.

Heimir Tómasson, 24.3.2007 kl. 18:57

4 Smámynd: Jónína Sólborg Þórisdóttir

Gaman að sjá eiginmann Sólborgar hér (hvað segir nafna mína annars gott? Er hún ekki líka með blogg?)

Jónína Sólborg Þórisdóttir, 25.3.2007 kl. 09:42

5 identicon

Áhugavert að þú skulir flytja í Hafnafjörð þar sem Samfylkingin er með hreinan meirihluta og þú segir að þar sé ábyrgara fólk heldur en í Árborg.

Ergo: það er fólkið sem að stjórnar í Árborg sem fer í taugarnar á þér.

Samt helduru því fram að ef Samfylkingin eða Framsókn verði við völd þegar þú kemur heim frá Seattle þá ætlir þú að flytja til Hafnafjarðar þar sem líklegt er að samfylkingin er við völd.

Segðu frekar það sem þú meinar, þú ætlir ekki að flytja til árborgar ef að sama fólk verður við stjórnvölin.

Ég get nefninlega vel tekið undir það að fólkið sem ég kaus núna síðast er alls ekki að standa sig, alla vega ekki hingað til. 

Hlynur (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 22:32

6 Smámynd: Heimir Tómasson

Það er nákvæmlega það sem ég segi í blogginu. Ábyrgara fólk. Selfoss hefur, eða öllu heldur hafði yfir sér þennan sjarma sem að lítil bæjarfélög hafa, allir þekkja alla. En eftir að þessi byggðarbylgja átti sér stað hefur framkoma þessa fólks breyst til hins verra.

Heimir Tómasson, 27.3.2007 kl. 08:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband