Ekki stök saga...

... en ég verð því miður að segja að ég vorkenni þeim hreint ekki alveg fordómalaust.

Menn bera alltaf ábyrgð á eigin gjörðum, þó svo að ráðgjafar gefi mönnum ráð þá er ákvörðunin alltaf þeirra sjálfra og ef menn taka slæmar ákvarðanir þá koma þær alltaf í bakið á þeim. Svona er lífið, dílaðu við það. Ef ég hefði tapað milljónum á tapinu væri ég alveg örugglega staddur niðri á Lækjartorgi berjandi potta og pönnur (merkilegt reyndar hvernig hvernig sú fylking hvarf) en ég neitaði að taka þátt í þessu kapphlaupi og stend uppi alveg ágætlega, takk kærlega.

Faðir minn heittelskaður, góður maður, kom inn hjá mér þeirri hugsun að það er sama hvað gengur á þá er það alltaf ÞÚ sem tekur ákvörðunina, alveg sama undir hvaða kringumstæðum þessi ákvörðun var tekin og ÞÚ þarft að lifa með henni, sama hvað öllum ráðgjöfum líður. Það er besta ráð sem að ég hef fengið á ævinni og eitt sem ég hef reynt að lifa eftir.

Ég þakka þeim er hlýddu.


mbl.is Sex manna fjölskylda neyðist til að búa hjá ættingjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá hvað ég er orðin þreytt á þessa endalausu "þú getur sjálfum þér um kennt" klysju. Semsagt, þér finnst fólk sem að kaupir lóð til að byggja taka slæma ákvörðun? Er það þessu fólki að kenna að lánin ruku upp úr öllu valdi? Ég átti fyrirtæki sem var í innflutningi. Ég missti fyrirtækið vegna þess að krónan féll og ég gat ekki lengur keypt inn varning. Auk þess sem söluaðilar úti voru orðin efins um mannorð Íslendinga. Er það mér að kenna?

Óþolandi hroki og skilningsleysi. Fólk leikur sér ekki að þessu. Ef það var hyskið sem að tók barnalánin sem misstu allt vegna ákvarða sinna þá skil ég betur afstöðu þína, en svona tal um venjulega Íslendinga sem þér finnst að eigi að skammast sín fyrir vextina á láninu finnst mér ruddalegt. Svo hefur þú þig upp á einhverri réttlætiskennd vegna þess að þú keyptir "ekki neitt" og skuldar "ekkert".

Ertu kannski þannig þenkjandi að þegar einkver stelur bíl fólks að þá gátu þau sjálfum sér um kennt vegna þess að bíllinn var flottur?

linda (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 08:18

2 identicon

Ég er sammála Heimi, þekki líka helling af fólki sem var þess vegna að byggja í hruninu en er samt í ágætis málum í dag, sorgleg staðreynd er að ALLTOF margir teygðu sig alltof langt í lántöku og annað eins, rétt er þó að andinn í samfélaginu var þannig að það var bara eðlilegt.

En margir þeir sem eru gjaldþrota núna og kenna hruninu um hefðu bara orðið gjaldþrota eftir 5 ár þegar hefðu komið óvænt útgjöld og ekki lengur hægt að fá lán fyrir þeim.

Ingvar (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 08:25

3 Smámynd: Anna Guðný

Það er ekki sama að selja íbúðina sína og kaupa lóð annars vegar  og svo að kaupa lóðina og ætla svo að selja íbúðina. Það er það sem þú meinar Heimir, ekki satt? Og er ég sammála þér að þessu leyti.

Fórnarlömbum aðstæðna tekst alltaf að misskilja eða snúa út úr.

Það er alltaf einhverjum öðrum að kenna.

Svo er annað með fyrirtæki. Þar voru aðstæður örugglega eins mismunandi og þær voru margar. Lítin fyrirtæki sem voru rétt við núllið máttu örugglega ekki við miklu.

Hafð það gott í dag

Anna Guðný , 5.11.2009 kl. 08:26

4 Smámynd: Heimir Tómasson

Nei Linda. Ég er ekki að segja að það sé á neinn hátt þér að kenna. Ofsinn sem að heltók Íslendinga æi heild sinni og rústaði mannorði þjóðarinnar er um að kenna. Þú áttir fyrirtæki sem að stóð í innflutningi, ergo, þú kapítaliseraðir á þessari græðgi. Gott og vel. Þegar Íslendingar gátu ekki keypt lengur af þér þá eru fá ráð í boði. Jón sem að keypti lóð af því náunginn í bankanum sagði að þetta góðæri myndi engan enda taka - og trúði honum - og er að tapa henni... hvern á hann að saka um dæmið?

Stsðreyndin er sú að þeir sem að reyndu að græða á góðærinu án þess að gera ráð fyrir því að það myndi enda eru skammsýnir. Og sitja uppi með afleiðingarnar.

Heimir Tómasson, 5.11.2009 kl. 08:29

5 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Heimir, þetta er góð hugvekja um ábyrgð og ætti rétt á sér undir einhverjum öðrum kringumstæðum en nú ríkja.  Þeir sem tóku gengistryggð, svo dæmi sé tekið, gerðu það í ljósi aðstæðna á þeim tíma.  Krónan hafði verið ýmist stöðug eða sterk, þokkanlegt jafnvægi var í þjóðfélaginu, spár greiningardeilda bankanna og fjármálaráðuneytisins gengu út á áframhaldandi stöðugleika og velgengni í hagkerfinu og svona gæti ég haldið lengi áfram.  Öll skilaboð voru á einn veg:  Þér er óhætt að fara þessa leið vegna þess að hér er ástandið gott.  Auk þess mátti alveg reikna það út, að jafnvel í neikvæðu ástandi, sem þá var metið þannig að gengisvísitalan færi í 128 stig, versta falli 135 stig, væri mun hagstæðara að taka þá áhættu til langs tíma, en að spila rúllettuna með verðtrygginguna.  Síðan gengu yfir okkur efnahagslegar hamfarir sem ekki nokkur almennur borgari, sem ekki stúderaði markaðinn og bankana mjög ítarlega, gat séð fyrir.  Jafnvel þeir sem voru á kafi í þessu og lásu hættumerkin, gátu ekki séð fyrir hið gríðarlega fall krónunnar sem varð á síðasta ári.  Breytingin sem varð á gengi krónunnar frá miðju ári 2007 til loka árs var innan vikmarka, en ekki hitt.  Bara þessu til sönnunar, þá spáði greiningardeild Glitnis, nú Íslandsbanki, í maí ferkar en júní á síðasta ári, að meðalgengisvísitala síðasta árs yrði 142 og lokagildi yrði 135 (sjá færslu mína Glitnir: Svartsýni fyrir þetta ár, en bjartsýni fyrir það næsta frá 28.5.2008).  Þetta er fólkið sem hefur það að atvinnu að rýna í hagtölur og spá um framvindu mála.  Á sama hátt gat enginn gert ráð fyrir því að fasteignamarkaðurinn myndi botnfrjósa og haldast þannig til langfram.  Um þessar mundir eru 2 ár frá því að markaðurinn byrjaði að frjósa og engin þíða er sjáanleg.

Mín niðurstaða:  Það er ekki hægt að kenna fólki um að hafa ekki lesið rétt í skýin, þegar stöðugt var haldið að því að þetta væru ekki óveðursský eða að stormurinn stæði í versta falli stutt yfir og væri ekki hættulegur.

Marinó G. Njálsson, 5.11.2009 kl. 08:53

6 identicon

Kæri Heimir

Ef fólk sem telur sig búa í traustu og heiðarlegu samfélagi verður á að kaupa sér lóð til að byggja sér húsakofa á það ekki að teljast óeðlilegt..

Það er hins vegar óeðlilegt að bankarnir eru og voru reknir af glæpamönnum sem með stuðning ríkisstjórnar og Forseta landsins tókst á mjög skömmum tíma að tekist að gera samfélagið það ótraust að 6 manna fjölskylda getur ekki byggt sér húsakofa.

Eitt um það. Sorglegt !

Lilja Rós (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 08:56

7 Smámynd: Heimir Tómasson

Þetta er ekki spurning um að "lesa rétt". Þetta er spurning um að skilja eftir varnagla,  það er, að ef að vinur þinn sem að þú skrifaðir upp á fyrir getur ekki staðið í skilum, þá gerir þú það fyrir hann (þessvegna skrifaðirðu uppá fyrir hann, ekki satt?) án þess að koma þér sjálfum í bobba. Ísland var ófært um þessa einföldu hugsun.

Heimir Tómasson, 5.11.2009 kl. 09:01

8 identicon

Það er margt í þessu hjá þér.. en förum varlega í að dæma fólk.

Elísa (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 09:05

9 identicon

Það er margt til í þessu hjá þér.. en förum varlega í að dæma fólk.

Elísa (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 09:06

10 identicon

Mikið er ég orðinn leið á þessu væli í Íslendingum. Ég er allveg sammála Heimi. Þú einn ert ábyrgur fyrir þínum ákvörðunartökum. Íslendingar hafa aldrei haft vit á peningamálum og viðskipta siðferðið sem er í gangi hérna er með ólíkindum, sennilega hægt að svipa því við Nígeríu. Það eru stofnuð fyrirtæki hægri vinstri af fólki sem hefur enga peninga og ekkert vit, skiptir um nafn og kennitölur setur allt í gjaldþrot og heldur svo bara áfram. Það eru fyrirtæki sem eru vel rekinn og eru að reyna standa sig en þessir skussar eru að gera út af við þau. Og þessu á að halda áfram. Dæla endalausum peningum í vonlaust lið. Það á að efla ennfremur,  hugvit og gera úrbætur á menntakerfinu það er bara ekki að skila sér.

Rannveig Einarsdóttir (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 09:09

11 identicon

Það er náttúrulega ljóst að þeir sem stjórnuðu bönkunum vissu hvað gæti skeð með töluverðum fyrirvara og unnu markvisst að því að bjarga bara sjálfum sér.  Fólk var ekki varað við né gefinn kostur á að breyta erlendum lánum sínum t.d.   Hverjum datt í hug að hann væri að fá hreina lygi frá ráðgjafanum í bankanum - að allt sem ráðgjafinn þinn sagði og ráðlagði væri helber lygi.  Ég get illa áfellst fólk fyrir að hafa trúað - svona lygar voru nefnilega nýjar á nálinni og mannskapurinn varaði sig ekki.  (Ég er ekki að áfellast bankaráðgjafa - þeir vissu ekki að þeir væru að ljúga.  Fengu rangar upplýsingar sjálfir frá köllunum uppi á stjóraskrifstofu)  Núna senda þeir sem tóku ekki þátt í ''æðinu''  hinu svokallaða græðgisliði tóninn - tala svolítið eða heilmikið niður til þeirra sem fóru illa út úr þessu öllu saman.    Ég efa að læknar segi við krabbameinssjúka - þér var nær að reykja í 20 ár - hélstu kannski að það kæmi ekkert fyrir þig að fá krabbamein, ha.   Ætlastu svo til að heilbrigðiskerfið borgi hjúkrun undir rassinn á þér viljalausi eymingi.  Að sparka í liggjandi mann er bara hreinlega ekki flott - hefur aldrei verið og verður aldrei.

Linda Jónsdóttir (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 09:17

12 identicon


Fólk sem er í fjárhagsvandræðum í dag er ekki einsleitur hópur. Sumir hafa lent í vandræðum vegna þess að þeir fjárfestu óskynsamlega eða eyddu um efni fram og lifðu af lánum og það má kannske segja að þeir geti sjálfmum sér um kennt, en margir eru í vandræðum vegna hluta sem þeir réðu og ráða ekkert við. Til dæmis hafa sumir þurft að minka við sig yfirvinnu eða hafa jafnvel misst vinnuna vegna samdráttar hjá vinnuveitanda og geta því ekki borgað af lánum sem þeir annars hefðu auðveldlega ráðið við. Við verðum að passa okkur að dæma ekki alla fyrir eitthvað sem á aðeins við suma.

Kristinn (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 10:35

13 identicon

Þú áttir fyrirtæki sem að stóð í innflutningi, ergo, þú kapítaliseraðir á þessari græðgi. Gott og vel. Þegar Íslendingar gátu ekki keypt lengur af þér þá eru fá ráð í boði.

Ég kapítaliseraði á græðgi? Það vantar ekki dómhörkuna. Þú ert þessi týpa sem telur þig yfir alla hafinn sé ég. Þú væntanlega verslar við verslanir þessa lands, og nýtir þér þessa þjónustu? Það var ekki vegna þess að Íslendingar gátu ekki keypt af mér að hlutirnir runnu í sjóinn, heldur vegna þess að íslenska krónan hrundi og ég gat ekki keypt vöruna, ergo, lager klárast og ekki til vara. Þetta fyrirtæki var ekki "rétt við núllið" eins og einhver samþenkjandi vinkona þín lagði til. Langt í frá, heldur var ekki rekstrargrundvöllur lengur.

Ofslega finnst mér sorglegt að sjá hvað fólk getur verið ljótt inní sér.

Linda (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 10:45

14 Smámynd: Birna Guðmundsdóttir

Gott hjá thér Linda ad benda á ad madur sparki ekki í liggjandi mann!!

Alltof margir setja sig á einhvern stall og horfa med fyrirlitningu á fólkid sem er núna í vandrædum vegna bankahrunsins.  Enginn ætlar ad missa allt sitt og koma ödrum í klandur. 

Birna Guðmundsdóttir, 5.11.2009 kl. 10:45

15 identicon

Mér finnst sjónarmið Heimis, frekar vanhugsuð og sögð af hroka. Ég er með mitt allt á hreinu, en er engu að síður alls ekki sáttur við hvernig er komið fyrir lánamálum mínum, í raun hefur átt sér stað eignaupptaka vegna gengisfalls krónunnar. Verðtrygging lána er fáranlegt fyribæri.

Kolbeinn (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 11:08

16 Smámynd: Offari

sæll Heimir ég vorkenni þessu fólki. Sjálfur hef ég keypt mér íbúð án þess að  vera búinn að selja þær íbúðir sem ég átti áður. Ég gerði það í skjóli þess að leiguverðið nægði til að greiða af lánunum. Þetta tókst hjá mér og mér tókst að selja fyrir hrun.

Ég hinsvegar missti mitt hús þrátt fyrir að vera skuldlaus svo ég skil hvað það er erfitt að missa heimilið og þurfa að treysta á náð annara.

Offari, 5.11.2009 kl. 14:06

17 identicon

Og hvað með allt fólkið sem missti vinnuna? Geta þau sjálfum sér um kennt? Það hlýtur að segja sig sjálft að ef fólk missir vinnu sem gaf þeim 400 þús á mánuði í laun og þau fara á atvinnuleysisbætur á sama tíma og allt hækkar um 40-50% að það dæmi virkar ekki. 

Þú gengur greinilega ekki á öllum cylindrum vinur.

Lundinn (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 16:55

18 identicon

Þekkingarleysi og fáfræði Heimir.

En það er víst þannig að þekkingarleysi og fáfræði haldast í hendur og það er kannski ekki þér að kenna að vera illa upplýstur!!!

Stundum er nauðsynlegt að horfa út fyrir rammann.

Erna Björk (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 17:04

19 identicon

Voðalega er fólk mikið að skrifa athugasemdir, Krímer er sámmála Heimi og hana nú.

Krímer (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 17:20

20 identicon

Fólkið sem tók barnalánin eru "hyski" en þeir sem gömbluðu á fasteignamarkaðnum og komu allri fjölskyldunni á götuna eru "venjulegir Íslendingar". Mér finnst þetta frekar brenglað mat hjá þér Linda og mér finnst þú frekar stórorð miðað við hvað þú ert hörundsár.  Hananú...

Arnar (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 17:38

21 Smámynd: Pétur Harðarson

Látum okkur sjá. Þessi sex manna fjölskylda tók sum sé lán fyrir lóð og svo annað lán til að byggja nýtt hús á lóðinni. Þetta gerðu þau án þess að vera örugg með að selja íbúðina sem þau bjuggu í.  Ég vona að þetta sé ekki standard háttalag á "venjulegum íslendingum". 

Það er samt erfitt að dæma svona. Eins og hefur verið bent á voru ráðgjafar bankanna ansi svikulir og voru ekki beint að sópa út réttum upplýsingum. Ef þetta blessaða fólk hafði fengið réttar upplýsingar hefði það kannski hugsað sig tvisvar um.

Pétur Harðarson, 10.11.2009 kl. 00:45

22 Smámynd: Sigurjón

Ertu farinn aftur til Amríku Heimir?

Kv. SV

Sigurjón, 25.11.2009 kl. 18:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband