Tengihraði til og frá ......

Ég var að reyna að hlaða inn myndbandi hérna af flugi frá því í janúar þegar við yfirgáfum Akutan með Grumman flugbátnum. Hinsvegar er hraðinn á netinu með slíkum ágætum að það myndi sennilega vera talsvert fljótlegra að brenna það á disk og senda það með bréfdúfu til einhvers sem hefði skárri tengingu.

Allt netsamband hérna fer í gegn um gerfihnött og reyndar er ég að fatta að afritataka á sér stað akkúrat núna og því er bandvíddin öll undirlögð af því. Afritin eru nefnilega send yfir til Seattle á hverri nóttu.

Það hefur fátt markvert gerst hjá mér þennan daginn. Ég er búinn að vera í algeru nördakasti, húki boginn yfir lappanum og reyni að finna útúr því hvort að bilunin sé svona erfið eða ég svona vitlaus. Nema náttúrulega ég sé bilaður. Sitt sýnist hverjum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róbert Björnsson

Hlakka til að sjá vídeóið úr Gæsinni...öfunda þig ekkert smá að hafa komist í flug á svona legend!

Róbert Björnsson, 6.6.2008 kl. 17:51

2 Smámynd: Heimir Tómasson

Það er eitt af þessu skemmtilega við þetta djobb, maður þvælist með allrahanda furðulegustu farkostum. Ég flýg að jafnaði 4-6 sinnum á ári með þessari. Það er bara gaman að sitja frammí, "ride shotgun", kúlugluggar og alles.

Heimir Tómasson, 6.6.2008 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband