Kodiak, Alaska

Þessi færsla átti sér stað þann 24.5 2006.
 Þorpsmiðjan
Nú er ég kominn til Kodiak Island, sem ku víst vera stærsta eyjan við Alaska. Eins og það sé einhver munur á þeim. Reyndar er talsverður munur á Sand Point þar sem ég var áður og hérna, hér er þó allavega eitthvað sem kalla má siðmenning, þó amerísk sé. Reyndar segja mér allir að Sand Point sé ennþá betri en Akutan, þar er þetta fyrirtæki með enn eina verksmiðjuna, talsvert sunnarlega á Aleuta eyjum. Þar er bara verksmiðjan. Ekkert þorp, ekkert nema verksmiðjan. Sounds like fun. En ekki fer ég þangað, ekki í þessari ferðinni allaveganna.

Hvað um það.

Albert M. LeeÞetta er einhver almagnaðasta verksmiðja sem að ég hef nokkurntímann séð. 1964 skall á 15 metra há flóðbylgja á Kodiak Island og rústaði pleisinu. Það lá eitthvað talsvert á að koma verksmiðjunni í gang aftur og greip fyrirtækið þá til örþrifaráðs. Þeir áttu verksmiðjuskip, gamalt Liberty skip frá því í stríðinu sem að var með verksmiðju um borð. Dallinum var bara siglt á land, jarðýtur ýttu jarðvegi að því og þar með var því bara parkerað. Endanlega. Skorin göt í hliðina á því og verksmiðjan trekkt í gang. Ég skelli inn myndum þegar að ég má vera að. Herbergið mitt er í fyrrum brúnni á dallinum, þar er gistiaðstaða fyrir nokkra. Það er hálf súrrealískt að rölta upp í brú um kvöldið til að fara að sofa. Það er eiginlega ekki hægt að lýsa þessu, myndirnar verða að tala sínu máli þegar ég set þær inn. En hér á ég væntanlega eftir að vera næstu vikuna, ég ætla að hætta þessu núna því að það er verið að draga mig í veiðitúr, þarf víst að passa mig á bjarndýrum, það ku vera nóg af þeim hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband